Tímamót

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Rammíslenski veitingastaðurinn Hjá Höllu hefur verið opnaður í Leifsstöð. Þar ræður Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir og býður meðal annars upp á ferskan fisk.

Halla við opnun nýja staðarins í Leifsstöð. Hún byrjaði smátt fyrir fimm árum en rekur nú tvo veitingastaði.

Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum.

Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur?

„Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt.

Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar.

Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“

Þú segir alltaf við.

„Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Tímamót

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Merkisatburðir

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Auglýsing

Nýjast

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Starfsaldurinn hærri en aldur kollega

Viljum lifandi umræður

Auglýsing