Minningargreinar

​Ólafía Aradóttir

Fædd 5. apríl 1938 - Látin 22. febrúar 2018. Jarðsungin 3. mars 2018.

Ólafía Aradóttir fæddist á Ísafirði 5.4. 1938. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 22. febrúar síðastliðinn, eftir erfið veikindi.

Foreldrar hennar voru Guðrún Ágústa Steindórsdóttir, f. 1.8. 1907, d. 24.3. 1946, og Ari Hólmbergsson, f. 14.5. 1897, d. 16.4. 1976.

Alsystkini Ólafíu eru:  Kristján Magnús, f. 31.5. 1925, d. 29.9. 1989,  Steindór, f. 1.5. 1930, d. 15.2. 2012. Hólmberg Guðbjartur, f. 11.7. 1932 og Gróa, f. 9.1. 1935.  Samfeðra: Magnús Þorlákur Arason, 31.12. 1922

Fósturforeldrar: Guðný Guðjónsdóttir, f. 18.3. 1904, d. 16.11. 1997, og Jón Kristinn Finnsson, f. 14.7. 1899, d. 9.1. 1955.

Fóstursystkini: Dóra Fríða Jónsdóttir, f. 1.1. 1932, d. 16.6. 2005, og Guðmundur Óli Miolla, f. 19.1.1948.

Ólafía giftist 5.4. 1958 Kristni Jóni Jónssyni, f. 25.12. 1934, d. 19.9. 2003.

Foreldrar hans voru Halldóra María Kristjánsdóttir, f. 19.3. 1892. og Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 23.8. 1892, d. 30.9. 1943, frá Mýri í Álftafirði.

Börn Ólafíu og Kristins Jóns eru:

1) Jón Guðni, f. 6.1. 1958, kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur, f. 27.2. 1964.

Dætur hans eru Marta og Heiða.

Fósturbörn: Gunnar Örn, Anna Guðný og Arnar Ingi.

Barnabörn: Matthías Hjörtur, Erik Nói, Hekla Björk, Salka Eik og drengur, óskírður.

2) Halldóra, f. 26.2. 1960, í sambúð með Baldri Þóri Jónassyni, f. 11.2. 1960.

Börn þeirra eru: Elín Lóa, Erla Björk, Kristinn Jón og Guðmundur Ólafur.

3) Hugrún, f. 17.10. 1962, gift Gunnari Gauk Magnússyni, f. 2.9. 1961.

Börn þeirra eru: Aldís, Steinþór Jón og Egill Ari.

Barnabarn: Rakel Eva.

Ólafía, sem oftast var kölluð Lóa, ólst upp á Ísafirði.

Ársgömul var hún tekin í fóstur hjá hjónunum Guðnýju og Jóni þegar móðir hennar veikist.

Eftir gagnfræðapróf vann hún á skrifstofu sýslumanns á Ísafirði og síðar hjá Tollstjóranum í Reykjavík.

1958 giftist hún og þau hjónin hófu búskap í Reykjavík og 1966 flytja þau í Kópavog.

Hún vann ýmis störf, t.d. sem  ráðskona í brúarvinnu og síðar hjá eiginmanni  sínum við vegavinnu, þegar unnið var að lagningu vegar um Ísafjarðardjúp.

1976 flytja þau til Ísafjarðar, hún starfar hjá Pólnum í 19 ár og að lokum hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Hún var ötul í starfi við uppbyggingju Bræðratungu, heimilis fyrir fatlaða á Ísafirði, og síðar í Krabbameinsfélaginu Sigurvon.

Útför Ólafíu fer fram frá Ísafjarðarkirkju 3. mars nk.  kl. 14.

Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon, Ísafirði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Fleiri minningargreinar

Ástþór Ragnarsson

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Steingerður Jónsdóttir

Gunnar Guðlaugsson

Páll Sigurður Jónsson

Kristín Agnes Samsonardóttir (Ninna)

Auglýsing