Merkisatburðir

Össur afhenti umsókn Íslands að Evrópusambandinu

Þetta gerðist: 23. júlí 2009

Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra þegar sótt var um aðild Íslands að Evrópusambandinu árið 2009. Fréttablaðið/GVA

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu með formlegum hætti þann 23. júlí 2009 og hófust formlegar viðræður ári síðar. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem lagði af stað í umsóknarferlið en aðild að Evrópusambandinu hefur lengi verið pólitískt deiluefni meðal íslendinga. Óeirð var í stjórnarsamstarfinu allan líftíma stjórnarinnar og varð aðildarumsóknin ekki síst til að auka óeirðina enda margir flokksmenn VG alfarið á móti málinu.

Þeir flokkar sem mynduðu næstu ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, aðhyllast báðir þá stefnu að hag Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar, 12. mars 2015, var umsókn Íslands dregin til baka og þar með lauk aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Féll fyrir vinnusöngvum

Minningargreinar

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Auglýsing

Nýjast

Hver dagur þakkarverður

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Vinnan hélt henni ungri

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing