Tímamót

Örlagavaldur sagnfræðinga

Bjarnarmessa er heiti minningarþings sem haldið verður í dag í Veröld – húsi Vigdísar í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings.

Þórunn segir það Birni Þorsteinssyni að þakka að hún sé sagnfræðingur. Fréttablaðið/GVA

Hann Björn var örlagavaldur okkar yngri sagnfræðinga margra og það er honum að þakka að ég er rithöfundur,“ segir Þórunn Valdimarsdóttir, ein þeirra sem heiðra minningu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings á svokallaðri Bjarnarmessu í dag í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Þórunn kveðst hafa kynnst Birni sem kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð og síðar sem prófessor í Háskóla Íslands. Erindi sitt nefnir hún Bjössi besta buna, enda segir hún Björn hafa gjarnan gengið undir því nafni í MH og þar sé að sjálfsögðu vísað til þess að flestar ættartölur í fornsögunum enduðu á „Bjarnarsonar bunu“.

Margir aðrir þjóðþekktir fræðimenn heiðra minningu Björns með fjölbreyttum erindum.

Björn var brautryðjandi í nútímasagnfræði á Íslandi og um langt skeið einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Hann setti Íslandssöguna í alþjóðlegt samhengi og opnaði nýjar víddir. Var alla ævi kennari og óþreytandi að miðla þekkingu sinni til nemenda og almennings enda taldi hann brýnt að þjóðin þekkti fortíð sína

Það er Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélagið sem standa að samkomunni til heiðurs þessum ágæta fræðimanni í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu hans. Bjarnarmessa hefst klukkan 16.30 og stendur til 18.30 í fyrirlestrasal (023)

Dagskrá málþingsins

Setning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags

Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur
Helgi Skúli Kjartansson: Eigi einhamur
Sveinbjörn Rafnsson: Björn, íslenskur sagnfræðingur á 20. öld
Helgi Þorláksson: Félagsmálatröllið Björn
Guðmundur J. Guðmundsson: Í slóð Björns

Hlé – léttar veitingar

Björn Pálsson: Fræðari og félagi
Þórunn Valdimarsdóttir: Bjössi besta buna
Ávörp flytja Valgerður Björnsdóttir og Jón Atli Benediktsson og Valgerður afhendir styrk úr Sagnfræðingasjóði Björns.
Fundarstjóri er Kristín Svava Tómasdóttir og þingslit eru í höndum Önnu Agnarsdóttur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing