Tímamót

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Stærsta götudanskeppni ársins, svokallað Street-danseinvígið, fór fram í áttunda sinn með vikulöngu partíi. Þetta er eina keppnin á landinu fyrir dansara á framhaldsstigi í öllum street-dansstílum. Pólskur dansari mætti upp úr þurru og sigraði í waacking-flokki.

Sigurvegararnir uppi á sviði, eðlilega glaðbeittir og sáttir eftir úrslitin.

Einvígið er opið öllum dönsurum óháð dansskólum eða landamærum enda mætti til okkar pólskur dansari nánast upp úr þurru og sigraði í waacking-flokknum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi dansskóla Brynju Péturs, en hún hélt Street-danseinvígið, vikulangt partí með böttlum og erlendum gestakennurum.

Einvígið hefur verið haldið árlega frá árinu 2012 en þetta er eina keppnin á landinu fyrir dansara á framhaldsstigi í öllum street-dansstílum sem iðkaðir eru á landinu. Einvígið er vikulangt og er keppt í hiphop, dancehall, waacking, house, break, popping, top rock og ‘all styles’. Þátttakendur dansa einn á móti einum í 40 sekúndur hvor við tónlist sem er ekki ákveðin fyrir fram því DJ-inn stjórnar stemningunni. „Við fluttum inn heimsfrægan DJ sérstaklega til þess að spila á battlinu. Þekking DJ-sins skiptir öllu máli því öllum stílunum fylgir viss tónheimur. Hæfileikar dansaranna eru svo settir í brennidepil í ‘All Styles’ battlinu þar sem reynt er á breidd dansbakgrunns þeirra því þau þurfa að bregðast við tónlist frá ýmsum stefnum og gætu þurft að dansa við t.d. dancehall og funk í einu og sama battlinu,“ segir hún.

Andrúmsloftið var rafmagnað á battlinu, mikill stuðningur meðal dansaranna sem eru á aldrinum 16-29 ára og margir yngri dansarar að horfa á sem hlakka eflaust til að vera með þegar þau verða eldri. „Þetta eru einhverjir aktífustu og mest áberandi ungu dansarar á Íslandi í dag – það er bara þannig,“ segir Brynja en nemendur skólans eru orðnir yfir 600.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing