Tímamót

Nýta það sem landið gefur í ólíkar afurðir

Gestir Árbæjarsafns fá að kynnast þeirri list á morgun að lita band og búa til græðandi smyrsl úr íslenskum jurtum. María Magnúsdóttir er annar tveggja leiðbeinenda. Hún tínir grös og nær í skófir af steinum og vill viðhalda þekkingunni á jurtalitun.

María lætur bandið malla í pottunum þar til hún fær á það rétta litinn.

María Magnúsdóttir býr í Hofsvík á Kjalarnesi þar sem hún rekur litla sveitabúð. Hún er að koma inn frá því að sinna hænum þegar ég hringi til að forvitnast um litun bands og gerð smyrsla. Þekkingu á þeim efnum ætlar hún að miðla í Árbæjarsafni á morgun, sunnudag, frá klukkan 13 til 16, ásamt Marianne Guckelsberger.

„Ég nota jurtir og fleira úr náttúrunni til að lita úr og hef áhuga á að viðhalda þekkingu því sviði. Það eru aðallega gulir, grænir og brúnir litir sem við fáum úr íslenskum jurtum og skófum svo ég nota líka innfluttar tegundir, meðal annars möðrurót og kaktuslús, það er kvenlús sem lifir á kaktusum í Suður-Ameríku og gefur bleikan lit. Hann er notaður líka í Campari og varaliti.“

María kveðst vera að auka ræktun rabarbara því bæði blöðin og rótin séu afbragðs litunarefni.

Smyrslin gerir María úr lífrænum olíum og græðandi jurtum eins og vallhumli, birkilaufi og mjaðurt. „Þessi smyrsl halda niðri ýmsum húðvandamálum eins og exemum,“ fullyrðir hún. „Ég er sjálf með sóríasis, það er ekkert sem læknar það en smyrslin hjálpa stórlega til að halda því í skefjum.“

Fleira er á döfinni í Árbæjarsafni á morgun, starfsfólk þar klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld, húsfreyjan í Hábæ býður upp á nýbakaðar lummur, á baðstofuloftinu í Árbæ situr kona við tóskap og messað verður í safnkirkjunni klukkan 14. Í haga er að finna hesta, kindur og lömb og í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og heimilislegar veitingar.gun@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Afmæli

Athvarf listamanna í 35 ár

Tímamót

Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Auglýsing

Nýjast

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Auglýsing