Tímamót

Stefán Karl af líknar­deild: „Þetta er eins og lífið er“

Leikarahjónin Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hlutu í gær styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur við hátíðlega athöfn í Iðnó.

Steinunn Ólína tók við styrknum ásamt börnum þeirra Stefáns Karls. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Þau Stefán Karl og Steinunn Ólína eru náttúruöfl, hvort á sinn hátt,“ segir Marta Nordal leikstjóri í tilefni þess að þau Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hlutu styrk í gær úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. 

Marta er meðal listrænna ráðgjafa sjóðsins og tekur fram að styrkurinn sé ekki heiðursverðlaun fyrir ævistarf heldur sé litið til þess sem fólk hefur verið að gera síðustu tvö leikár. „Um leið og þau hjón stigu á svið eftir nokkurra ára veru sína erlendis vöktu þau athygli. Steinunn Ólína var í stóru hlutverki í verkinu Efa og er tilnefnd fyrir það til Grímuverðlauna og Stefán Karl lék bæði í Hróa hetti og Með fulla vasa af grjóti og sýndi þar, svo um munaði, hver hann er. Þau eru framúrskarandi listamenn í sínu fagi og vel að styrknum komin.“

„Þetta er óvænt og skemmtilegt og kemur sér vel,“ segir Stefán Karl um styrkinn. Hann svarar símanum á líknardeildinni. „Ég er í tímabundinni innlögn í viku til tíu daga. Þegar maður er orðinn mikið veikur fer maður í verkja- og lyfjastillingu til að hafa það sem best í baráttunni, það eru tugir taflna sem ég er að taka á dag. Ég get samt enn staðið í fæturna en mátturinn þverr, maður finnur það. Þetta er eins og lífið er.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Það er auðvitað heiður að fá þennan styrk. Ég sendi litlu englana mína til að veita honum viðtöku fyrir mína hönd. Sérstaklega var gaman og löngu tímabært að Steina fengi hann,“ segir hann og bætir við hlæjandi: „Hún fær hverja viðurkenninguna eftir aðra núna en ég hef verið að djöflast í tíu ár og aldrei fengið verðlaun.“

Ég heyri að þú getur hlegið enn þá.

„Að sjálfsögðu. Það verður það síðasta sem fer. Gleðin og hláturinn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hver dagur þakkarverður

Tímamót

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Auglýsing