Tímamót

Mokar skít á hverjum degi

Ingimar Sveinsson, bóndi á Egilsstöðum og síðar kennari í búfjárrækt og tamningum við háskólann á Hvanneyri, er níræður í dag. Hann ætlar í útreiðartúr með vinum.

Ingimar segir vel fara um sig á Eir og heilsuna þokkalega. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Engin ellimörk er að heyra á rödd Ingimars Sveinssonar frá Egilsstöðum sem nú býr á Eir í Mosfellsbæ og svarar þar síma. Þó segir þjóðskráin hann níræðan í dag. Hestar hafa löngum verið hans líf og yndi og hann kveðst hafa keypti sér hesthús í Mosfellsbæ með öðrum og vera með fjóra hesta á húsi á járnum. „Ég fer á bak, gef og moka skít á hverjum degi. Það heldur mér við,“ segir hann hressilega.

Þegar Ingimar var að alast upp á stórbúinu Egilsstöðum var allt unnið með hestum, bæði dráttarhestum og reiðhestum. „Ég fór að eiga við hesta strax fimm ára gamall og hef átt góða hesta, jafnvel þó ég segi sjálfur frá. Enda ekkert gaman að ríða nema góðum hestum.“

Ingimar nam búfræði við háskóla í Washingtonríki í Bandaríkjunum. „Eftir stúdentspróf ætlaði ég að taka mér ársfrí en sá þá auglýsingu í blaði um skólastyrk frá Scandinavian/American Foundation og sótti um. Svo frétti ég ekkert fyrr en fyrstu ágústhelgina, þá fékk ég hraðskeyti um að ég hefði fengið styrk og ætti að vera mættur eftir tíu daga. Svo ég dreif mig út og var þar í fjögur ár, frá 1948 til 1952. Það voru ágæt ár. Kom ekkert heim á þeim tíma, enda var það ekkert auðvelt þá.“

Ætlarðu að halda upp á daginn? „Það er reiðklúbbur hér í Mosfellsbæ sem ætlar með mig í reiðtúr, ég veit ekki hvert!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing