Tímamót

Miley Cyrus fæðist

Þetta gerðist: 23. nóvember 1992

Getty Images

Þennan dag fyrir 26 árum fæddist bandaríska tónlistar- og leikkonan Miley Cyrus í Nashville í Tennessee-ríki Bandaríkjanna. Við fæðingu hlaut hún nafnið Destiny Hope Cyrus en breytti síðar eiginnafni sínu í Miley. Faðir hennar er bandaríski kántrísöngvarinn Billie Ray Cyrus, móðir hennar heitir Leticia Cyrus og guðmóðir hennar er engin önnur en kántrístjarnan Dolly Parton.

Miley öðlaðist frægð þegar hún lék hlutverk Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum. Í kjölfarið lék hún í kvikmyndum sem byggðar voru á þáttunum auk kvikmynda á borð við LOL, So Undercover og The Night Before.

Þá hefur Miley átt farsælan tónlistarferil. Hún hefur gefið út plöturnar Breakout, Can’t Be Tamed og Bangerz. Sú síðastnefnda hefur hingað til selst í rúmlega milljón eintökum í Bandaríkjunum.

Undanfarið hefur ungstirnið verið kynnir á tónlistarverðlaunahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV, þjálfað í The Voice og er að vinna að plötunni Younger Now.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing