Merkisatburðir

Merkisatburðir

1893 Karl Danaprins, sonarsonur Danakonungs, kemur til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna.

1923 Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, er opnað á Skólavörðuholti í Reykjavík.

1926 Varðskipið Óðinn, sem ríkisstjórn Íslands lét smíða, kemur til Reykjavíkur.

1967 Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands.

1968 Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga er gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.

1977 Í Þjórsárdal er formlega opnaður sögualdarbær, í líkingu við bæinn á Stöng, í tilefni ellefu alda byggðar norrænna manna á Íslandi.

2016 Þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fer fram í Bretlandi. Meirihluti styður útgöngu.

Auglýsing
Auglýsing