1720 Svíþjóð og Prússland undirrita Stokkhólmssáttmálann sem batt enda á styrjöld milli ríkjanna.
1774 Abdul Hamid I verður soldán Ottómanveldisins.
1793 Lúðvík XVI Frakklandskonungur er gerður höfðinu styttri eftir að hafa verið fundinn sekur um landráð af uppreisnarmönnum.
1911 Fyrsti Monte Carlo-kappaksturinn fer fram.
1915 Kiwanishreyfingin stofnuð í Detroit.
1918 Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, mælist á Grímsstöðum og í Möðrudal.
1919 Írland lýsir yfir sjálfstæði.
1924 Vladimír Lenín deyr.

1950 Hinn bandaríski Alger Hiss er sakfelldur fyrir að njósna fyrir Sovétmenn.
1954 Nautilus, fyrsti kjarnorkuknúni kafbáturinn, sjósettur í Connecticut-ríki Bandaríkjanna.
1976 Fyrsta Concorde-þotan hefur farþegaflug milli London og Barein annars vegar og París og Rio de Janeiro hins vegar.

1976 Atli Heimir Sveinsson hlýtur norrænu tónlistarverðlaunin fyrstur Íslendinga.
1989 Spaugstofan hefur göngu sína í sjónvarpinu með þáttunum 89 af stöðinni.
2003 Jarðskjálfti, 7,6 að styrk, skekur Colima-fylki í Mexíkó. 29 farast og tugþúsundir missa heimili sín.
2005 Heilsíðuauglýsing birtist í The New York Times þar sem Íslendingar biðja þjóðir heimsins afsökunar á því að vera á lista hinna viljugu þjóða.