1720 Svíþjóð og Prússland undirrita Stokkhólmssáttmálann sem batt enda á styrjöld milli ríkjanna.

1774 Abdul Hamid I verður soldán Ottómanveldisins.

1793 Lúðvík XVI Frakklandskonungur er gerður höfðinu styttri eftir að hafa verið fundinn sekur um landráð af uppreisnarmönnum.

1911 Fyrsti Monte Carlo-kapp­aksturinn fer fram.

1915 Kiwanishreyfingin stofnuð í Detroit.

1918 Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, mælist á Grímsstöðum og í Möðrudal.

1919 Írland lýsir yfir sjálfstæði.

1924 Vladimír Lenín deyr.

Vladimír Lenín

1950 Hinn bandaríski Alger Hiss er sakfelldur fyrir að njósna fyrir Sovétmenn.

1954 Nautilus, fyrsti kjarnorkuknúni kafbáturinn, sjósettur í Connecticut-ríki Bandaríkjanna.

1976 Fyrsta Concorde-þotan hefur farþegaflug milli London og Barein annars vegar og París og Rio de Janeiro hins vegar.

Atli Heimir Sveinsson.
Fréttablaðið/GVA

1976 Atli Heimir Sveinsson hlýtur norrænu tónlistarverðlaunin fyrstur Íslendinga.

1989 Spaugstofan hefur göngu sína í sjónvarpinu með þáttunum 89 af stöðinni.

2003 Jarðskjálfti, 7,6 að styrk, skekur Colima-fylki í Mexíkó. 29 farast og tugþúsundir missa heimili sín.

2005 Heilsíðuauglýsing birtist í The New York Times þar sem Íslendingar biðja þjóðir heimsins afsökunar á því að vera á lista hinna viljugu þjóða.