Tímamót

Með allt að 100 hesta í kirkjureið

Árleg kirkjureið til Seljakirkju fer fram á morgun. Sóknarpresturinn segir að í Seljahverfi búi miklir hestamenn og þátttakan jafnan góð. Þá laði Brokkkórinn fólk til sín. Kirkjureiðin hefur verið hefð allt frá árinu 2000.

Fyrsta kirkjureiðin í Seljakirkju var farin á aldamótarárinu. Með hverju árinu hafa fleiri tekið þátt.

Ásamt fermingunum þá er þetta nú vorboðinn,“ segir séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Sóknarpresturinn var að setja upp gerði við kirkjuna þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær því að hin árlega kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu verður á morgun.

Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum um klukkan hálfeitt og riðið um Heimsenda þar sem hópar sameinast. Riðið verður til Seljakirkju, þar sem tekið verður á móti hestum í trygga rétt og gæslu. Í guðsþjónustunni, sem hefst klukkan tvö, predikar Sigurður Kr. Sigurðsson og Brokkkórinn syngur undir stjórn og við undirleik Magnúsar Kjartanssonar.

„Þetta er yfirleitt vel sótt. Það er mikið af hestamönnum í hverfinu,“ segir séra Ólafur Jóhann. Hann bendir á að það séu meira að segja hesthús við nokkur íbúðarhúsin í hverfinu. „Það er nú ekki viða en nokkurs staðar,“ segir Ólafur Jóhann.

Ólafur Jóhann segir að sú hefð að ríða til messu í Seljakirkju hafi byrjað árið 2000. „Á kristnihátíðarárinu átti að vera einhver svona miðaldarmessa og síðan þá hefur þetta haldist. Það var nú ekki margt fyrst en núna undanfarið hafa þetta verið upp undir 100 hross sem hafa mætt og fleiri hafa komið til kirkjunnar,“ segir Ólafur Jóhann.

Á vef Seljakirkju segir að kirkjureiðin sé ætluð fyrir alla fjölskylduna. Full ástæða sé til að taka þátt í góðum reiðtúr og njóta stundarinnar í kirkjunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hljóðver bókasafnsins opnað fyrir almenning

Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Tímamót

Lengsta þingræðan tvítug

Auglýsing

Nýjast

Merkisatburðir

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Tímamót

Sauma út á víxl og sækja innblástur í nærumhverfi

Tímamót

Sviðshöfundar sýna lokaverkefni sín í dag

Tímamót

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Tímamót

Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi

Auglýsing