Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Margrét Þórhildur Danadrottning á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Fréttablaðið/Ernir

Þann 14. janúar 1972 lést Friðrik 9. Danakonungur 72 ára að aldri en hann hafði verið konungur frá 1947. Margrét Alexandrína Þórhildur Ingrid fæddist 1940 og var elst þriggja dætra hans og Ingrid prinsessu af Svíþjóð.

Hún varð krónprinsessa árið 1953 þegar dönsku stjórnarskránni var breytt þannig að konur gætu líka erft krúnuna. Þegar Margrét tók við völdum varð hún fyrsta drottning Danmerkur síðan 1412 sem var á dögum Kalmar-sambandsins. Þá varð hún fyrsti þjóðhöfðingi landsins sem hvorki heitir Friðrik né Kristján síðan 1513.

Margrét Þórhildur giftist Henri de Laborde de Monpezat frá Frakklandi árið 1967. Henri, sem var kallaður Hinrik prins, lést í febrúar á síðasta ári. Þau eignuðust tvo syni, krónprinsinn Friðrik og prins Jóakim. Barnabörnin eru orðin átta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing