Á tónleikunum í kvöld sem bera yfirskriftina „Lofnarlandið – Söngvar frá Serbíu“ býður Jelena Ciric í tónlistarferðalag um Serbíu, með harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur og gítarleik Ásgeirs Ásgeirssonar. Jelena mun syngja og leika á píanó.

Jelena segir Serbíu, sem liggur á menningarkrossgötum austurs og vesturs, eiga ríka tónlistarhefð sem heillar með lifandi töktum, dularfullum laglínum, og litríkri sögu.

Jelena Ciric fæddist í Serbíu en bjó í fjórum löndum áður en hún fluttist til Íslands árið 2016. Hún býr í Reykjavík, þar sem hún starfar sem tónlistarmaður, kennari og blaðamaður. Hún stýrir einnig áhugalistahópnum Kliði.

„Það var fyrir sterka hvatningu frá foreldrum mínum að ég hóf að nema tónlist. Þau settu mig í einkatíma í söng þegar ég var 6 ára gömul. Pabbi sagði reyndar að ég hafi sungið löngu áður en ég byrjaði að tala,“ segir Jelena brosandi. Seinna lærði hún í Berkeley College Music í Valencia á Spáni. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Snorra Hallgrímssyni tónskáldi.

Tónleikarnir eru í Mengi listhúsi á Óðinsgötu 2 í Reykjavík, klukkan 21 í kvöld.