Tímamót

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Lögbirtingablaðið hefur komið út síðan 2. janúar árið 1908 sem þýðir að það er 110 ára gamalt í dag. Blaðið birtir auglýsingar frá stjórnvöldum um dómsmál, uppboð, kröfulýsingar og ýmislegt fleira. Hannes Hafstein lagði grunninn að blaðinu.

Björn Bjarnason skellti Lögbirtingablaðinu á internetið árið 2005.

Það eru líklega ekki mörg blöð sem hafa verið gefin út í 110 ár en það hefur Lögbirtingablaðið gert. Efni þess er nú reyndar þess eðlis að það stendur enn fyrir sínu – þetta eru auglýsingar frá stjórnvöldum um dómsmál, uppboð, kröfulýsingar, stofnun og aflagningar félaga og fleira sem kemur frá stjórnvöldum. Annað, eins og til dæmis lög og reglugerðir er birt í Stjórnartíðindum, sem hafa verið gefin út síðan 1877.

Fram að árinu 1908, þegar Lögbirtingablaðið kom fyrst út, voru auglýsingar stjórnvalda boðnar út. Hannes Hafstein kom með frumvarp um að stofna sérstakt blað undir þessar auglýsingar enda fannst mörgum óviðeigandi að birtingarstaður þeirra gæti breyst ár frá ári. Einnig voru mörg dagblöðin pólitísk og því var ákveðið þras um birtingar í hinum og þessum blöðum.

Rifist var um frumvarpið og vildu menn meina að ríkissjóður yrði af tekjum og þyrfti svo að taka á sig hallann sem yrði af rekstri blaðsins, en frumvarpið var síðan samþykkt árið 1907 og blaðið gefið út á þessum degi árið eftir.

Blaðið kemur einungis út á vefnum í dag og hefur gert síðan 2005 en prentuð eintök er hægt að sérpanta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing