Tímamót

Líður ekki eins og hann sé orðinn sextugur

Björn Thoroddsen tónlistarmaður fagnar 60 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins ætlar hann að halda tónleika ásamt góðum vinum sem hann hefur unnið með í tónlist í gegnum tíðina.

Björn Thoroddsen heldur tónleika í tilefni afmælisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen er afmælisbarn dagsins en hann er sextugur í dag. Spurður út í hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins kveðst Björn ætla að halda heljarinnar tónleika. „Ég ætla að kalla saman nokkra vini og félaga sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina. Meðal annars ætla ég að fá saman hljómsveit sem ég var í, hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem fór til Rússlands árið 1982. Við vorum í fimm vikur á túr um Rússland en þessi hljómsveit hefur ekki komið saman síðan árið 1982.

Svo ætla ég að fá nokkra félaga sem ég byrjaði með í bransanum og ég mun feta feril minn í þessum tónleikum.“

Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi og munu færri komast að en vilja. „Það verður lokað, það er alveg stappað,“ segir hann og hlær.

Honum þykir viðeigandi að fagna tímamótunum með tónleikum. „Tónlistin hefur verið svo mikill hluti af minni ævi og eiginlega stjórnað henni algjörlega. Þannig að þetta er við hæfi, að halda upp á afmælið með tónleikum.“

„Allt er sextugum fært“ 

Aldurinn leggst vel í Björn en honum líður ekki eins og hann sé 60 ára. „Mér finnst ég ekki vera sextugur,“segir hann og skellir upp úr. „Mér hefur aldrei gengið eins vel í þessum bransa eins og akkúrat núna. Ég hef verið mikið í Ameríku og það er einhvern veginn allt að opnast þar fyrir mig.

Í stað þess að segja „allt er fertugum fært“, þá segi ég „allt er sextugum fært“,“ segir Björn glaður í bragði.

Björn er greinilega mikið afmælisbarn og er spenntur fyrir tónleikunum. Beðinn um að líta til baka og rifja upp einhvern eftirminnilegan afmælisdag hugsar Björn sig lengi um. Hann kemst svo að þeirri niðurstöðu að afmælisveislan í kvöld verði þetta eftirminnilega afmæli sem hann er beðinn um að rifja upp. „Já, þetta verður það!“

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing