Sýningin gefur ein­stakt sjónar­horn á byggingar og mann­líf á Eyrar­bakka um og fyrir miðja 20. öld,“ segir Lýður Páls­son, safn­stjóri á Eyrar­bakka, um mynda­sýningu þá sem ný­lega var opnuð í borð­stofu Hússins.

Myndirnar voru teknar af Sigurði Kristjáns­syni kaup­manni á Eyrar­bakka. Hann var fæddur 1896 og eignaðist plötu­mynda­vél um 1910, þegar hann var um fermingar­aldur, og síðar filmu­mynda­vél, að sögn Lýðs sem segir mörg húsanna á myndunum horfin nú. „Það var ekki fyrr en um 1980 sem augu fólks opnuðust fyrir því að gömul hús gætu talist menningar­verð­mæti. En Sigurður tók líka myndir af ýmsu öðru. Á sýningunni eru til dæmis myndir frá 18. júní 1944, þegar haldið var upp á stofnun ís­lenska lýð­veldisins og 17. júní há­tíða­höldum um 1960, það eru yngstu myndirnar.“

Það er Jón Sigurðs­son, sonur Sigurðar, sem hefur varð­veitt ljós­myndirnar, að sögn Lýðs. „Það er meira til og vel gæti farið svo að síðar yrði önnur sýning,“ segir hann. „En þessi verður opin út maí.“

Aðgerðaplanið við fjöruna á Eyrarbakka
Mynd/Sigurður Kristjánsson