Teitur Magnússon, Monika Aben­droth, Þórarinn Sigur­bergs­son, Berta Ómars­dóttir, Svanur Vil­bergs­son, Kómedíu­leik­húsið og fleiri góðir gestir koma fram á lista­há­tíð í Sel­ár­dal í Arnar­firði um verslunar­manna­helgina.

Auk dag­skrár í höndum þessa lista­fólks verður mynd­listar­sýning í Lista­safni Samúels og lista­smiðja fyrir fjöl­skylduna. Einnig verður göngu­ferð í boði um Sel­ár­dal, matur úr héraðinu, kaffi og með­læti og brennu­söngur.

Karina Hann­ey Mar­rero sér um jóga á morgnana.

Loks mun Kómedíu­leik­húsið flytja leik­rit um Samúel og sýnd verður kvik­myndin Steyptir draumar í kirkjunni.

Há­tíðar­passi kostar 9000 krónur frá föstu­degi til sunnu­dags. Miðar eru til sölu á tix.is.