Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, var afhent í gær í fimmtánda sinn suður í Garði. Hana hlaut hátíðin List í ljósi á Seyðisfirði.

Sesselja Jónasardóttir og Celia Harison alsælar með verðlaunin. Fréttablaðið/Ernir

Þvílíkur heiður, var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði að hátíðin okkar, List í ljósi, hlyti Eyrarrósina í ár,“ segir Seyðfirðingurinn Sesselja Jónasardóttir, sem ásamt Celiu Harrison tók við verðlaununum úr hendi Elizu Reid, forsetafrúar og verndara Eyrarrósarinnar, í gær suður í Garði. Eyrarrósin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Sesselja segir þetta vera þriðju rósina sem kemur til Seyðisfjarðar því LungA hátíðin og Skaftfell hafi áður hlotið hana. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir menningarbæinn okkar.“

Sesselja segir að þær Celia Harrison, vinkona hennar, hafi stofnað List í ljósi fyrir fjórum árum. „Celia átti hugmyndina. Hún er frá Nýja-Sjálandi og hafði verið með svipaða hátíð þar áður en hún kom til Seyðisfjarðar í listamanna-residensíu. Þegar hún sagði mér frá henni sagði ég strax: „Þetta skulum við gera hér!“ og List í ljósi er okkar barn. Við vorum tvær í upphafi en fáum æ fleiri til liðs við okkur með hverju ári. Það eru 65 sem taka þátt í hátíðinni sem hefst nú á föstudaginn. Klukkan 18 þann dag verða öll ljós slökkt á Seyðisfirði, bæði götuljós og húsaljós og listaverkin munu lýsa upp bæinn frá klukkan sex til tíu, alls um þrjátíu verk.“

Leiklistar- og listahátíðin Act Alone á Suðureyri og stuttmyndahátíðin Northern Wave / Norðanáttin í Snæfellsbæ hlutu tilnefningu til Eyrarrósarinnar og 500 þúsund króna verðlaunafé hvor. Tvær milljónir króna féllu List í ljósi í skaut, auk verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði.

gun@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ég er alveg í skýjunum

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Auglýsing

Nýjast

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Auglýsing