Merkisatburðir

Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna

Þetta gerðist: 11. júní 1935

Auður Auðuns. IM

Þann 11. júní 1935 lauk fyrsta konan lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, eða fyrir sléttum 88 árum. Sú hét Auður Auðuns.

Auður varð svo síðar fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra á Íslandi.

Auður var fædd á Ísafirði hinn 18. febrúar 1911 og lést 19. októ- ber 1999. Hún var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar, alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni hæstaréttarlögmanni og eignaðist með honum fjögur börn. Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á árunum 1940-1960, var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1946-1970, forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar 1954-1959 og 1960-1970 og gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík, ásamt Geir Hallgrímssyni frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Hún var alþingismaður Reykvíkinga 1959- 1974 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra hinn 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún sat einnig í útvarpsráði 1975-1978.

Auður var einnig virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var gerð að heiðursfélaga þar 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Tímamót

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Auglýsing

Nýjast

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Miley Cyrus fæðist

Auglýsing