Tímamót

Lag um #metoo byltinguna

Elín Halldórsdóttir söngkona, píanóleikari og tónmentakennari hefur gefið út lagið The #metoo song eða #metoo lagið. Þetta er fyrsta lagið sem hún semur á ensku en viðlagið fjallar um að vonandi geti metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir konur og menn.

Elín Halldórsdóttir hefur sent frá sér lag um metoo byltinguna. „Viðlagið fjallar um að vonandi geti metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir konur og menn, þannig að allir vandi sig betur að fíflast ekki með ástina eða í ástamálum.“

Elín Halldórsdóttir söngkona, píanóleikari og tónmenntakennari, hefur gefið út lagið The #metoo song eða #metoo lagið. Þetta er fyrsta lagið sem hún semur á ensku en viðlagið fjallar um að vonandi geti metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir konur og menn, þannig að allir vandi sig betur að fíflast ekki með ástina eða í ástamálum

„Það eru nokkrar hliðar ástarinnar teknar fyrir í laginu sem er óður minn til metoo hreyfingarinnar,“ segir Elín sem hefur gefið út lagið The #metoo song eða #metoo lagið. Lagið hljómar á ensku en þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á ensku.

„Ég samdi þetta lag í febrúar og hef orðið fyrir sorgum og einu atviki sem ég vil ekki tjá mig um. En ég var heilluð af hreyfingunni og ég segi í textanum að ég vilji að allir geti treyst á ný.“

Elín nam söng og píanóleik við London College of Music. Hún stundaði framhaldsnám í einsöng í Köln í Þýskalandi og bjó og starfaði þar í landi í Köln og Regensburg. Í Regensburg stjórnaði hún kórnum Femmes Fatales og gospelkórnum Spirit of Joy, auk þess sem hún kom víða fram sem einsöngvari í borginni.

Hún segir að hún hafi verið að semja fyrir börn og aðallega söngleiki en vilji færa sig inn á almennan markað. „Ég á eftir að gera meira af þessu. Ég er búin að senda frá mér söngleiki fyrir krakka en nú langar mig að semja fyrir almenning. Ég er söngkona, píanóleikari og tónmenntakennari og hef starfað sem kórstjóri og stofnað kóra heima og erlendis. Er því með langan og skemmtilegan feril.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Julie Andrews söng fyrsta einsöngshlutverk sitt

Tímamót

Róleg lög í öndvegi

Tímamót

Afmælishátíð íslenska hestsins í Danmörku

Auglýsing

Nýjast

Fólk hefur val um hvort það les textana eða ekki

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Býður fjölskyldunni í Fjósið

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Með kindur í bakgarðinum

Auglýsing