Kvennalistinn (Samtök um kvennalista) var stofnaður þennan mánaðardag árið 1983. Forverar listans voru kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningum árið 1982.

Kvennalistinn bauð fram til Alþingis í þremur kjördæmum árið 1983 og fékk 5,5 prósent atkvæða og þrjár konur á þing. Það voru þær Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir.

Í kosningunum 1987 nær tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt og fékk 10,1 prósent atkvæða og sex konur á þing. Árið 1991 tapaði listinn einu sæti og árið 1995 kom hann einungis þremur konum á þing. Kvennalistinn sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalaginu til að mynda Samfylkinguna árið 1998.