Tímamót

Kvennalistinn var stofnaður

Í dag eru 36 ár síðan Kvennalistinn var stofnaður. Hann sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalaginu til að mynda Samfylkinguna árið 1998.

Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Mynd/E.Ól

Kvennalistinn (Samtök um kvennalista) var stofnaður þennan mánaðardag árið 1983. Forverar listans voru kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningum árið 1982.

Kvennalistinn bauð fram til Alþingis í þremur kjördæmum árið 1983 og fékk 5,5 prósent atkvæða og þrjár konur á þing. Það voru þær Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir.

Í kosningunum 1987 nær tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt og fékk 10,1 prósent atkvæða og sex konur á þing. Árið 1991 tapaði listinn einu sæti og árið 1995 kom hann einungis þremur konum á þing. Kvennalistinn sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalaginu til að mynda Samfylkinguna árið 1998.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ég er alveg í skýjunum

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Auglýsing

Nýjast

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing