Tímamót

Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli með tónleikum

Kvennakór Suðurnesja er 50 ára í dag og heldur af því tilefni stórtónleika í kvöld. Til viðbótar við afmælistónleikana mun kórinn líka fagna með því að skella sér til Færeyja í vor.

Kvennakór Suðurnesja er 50 ára í dag.

Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld.

Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær.

Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði.

Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing