​Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir

Fædd 14. ágúst 1936 - Látin 9. september 2019. Jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 17. september klukkan 15.

Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir, fv. skólastjóri og kennari var fædd á Dalvík 14. ágúst 1936. Hún tók stúdentspróf frá MA árið 1954; lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1955 og í forspjallsvísindum frá HÍ sama ár, og nám í námsefnisgerð við Berkeley háskóla árið 1974. Hún tók þátt í fjölda námskeiða hérlendis og erlendis í kennslufræðum, námsefnisgerð og skólastjórnun. Kristín var kennari við Skóla Ísaks Jónssonar 1955-56; Flataskóla 1958-59; Lækjarskóla 1959-61 og við Öldutúnsskóla 1961-78.

Hún var námsstjóri í samfélagsfræði við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins 1975-76. Hún samdi og endurskoðaði námsefni hjá menntamálaráðuneytinu 1972-80; var fræðslufulltrúi BSRB 1978-83; var deildarstjóri á fræðsluskrifstofu Reykjaness 1984-86; var við dagskrárgerð hjá RÚV 1980-86 og skólastjóri í Selásskóla frá 1986-96. Kristín var formaður Félags barnakennara á Reykjanesi 1972-76; í stjórn Sambands íslenskra barnakennara og síðar Sambandi grunnskólakennara 1974-80; í stjórn Kennarasambands íslands og fyrsti formaður skólamálaráðs 1980-82. Kristín var í stjórn BSRB 1976-82; í stjórn Bréfaskólans 1978-83; í framkvæmdaráði Stjórnunarfélagsins 1981-82 og fulltrúi í samráðsnefnd BSRB við ríkisstjórnina 1978-82, formaður kjaranefndar Félags skólastjóra og yfirkennara 1988-90 og varaformaður sama félags frá 1990.

Kristín var varaþingmaður Alþýðuflokksins 1983-86; fulltrúi Alþýðuflokksins á þingi SÞ í New York 1983.

Ritstörf Kristínar: Námsbækur í samfélagsfræði fyrir grunnskólanemendur; handbækur fyrir kennara, ítarefni og vinnublöð í samfélagsfræði í samvinnu við starfshóp; þýðingar á barnabókum, m.a. fyrir Bókaútgáfuna Sögu og umsjón með útgáfum á vegum BSRB, s.s. Handbók BSRB, Hvað er vísitala? og Vinnustaðurinn í brennidepli.

Síðustu ár hefur Kristín dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði en þrátt fyrir erfiðan gigtarsjúkdóm í fingrum og fótum, ritaði hún fjölda greina til birtingar í dagblöðum og opin bréf til ráðherra um stöðu aldraðra á dvalar og hjúkrunarheimilum.

Kristín var gift Hauki Helgasyni, f. 24.7.1933, skólastjóra. Börn þeirra eru Helgi Jóhann, f. 11.12. 1956, kennari, stjórnmálafræðingu og ljósmyndari, giftur Heiðu Hafdísar dóttur og eiga þau 4 börn og 3 barnabörn; Unnur Aðalbjörg, f. 10.7. 1958, verkakona, fv. eiginmaður hennar er Hjörtur Wium Vilhjálmsson og eiga þau saman 3 dætur og 7 barnabörn, og Alda Margrét, f. 18.2. 1963, formaður Félags lífeindafræðinga maður hennar er Grettir Sigurjónsson og eiga þau 5 börn og 3 barnabörn.

Haukur og Kristín skildu árið 1985. Um tíma eftir það var hún í sambúð með Birni Árnasyni bæjarverkfræðingi.

Foreldrar Kristínar voru Tryggvi Kristinn Jónsson, f. 3.11. 1906, d. 20.12. 1991, frystihússtjóri á Dalvík og Jórunn Jóhannsdóttir, f. 8.8. 1906, d. 13.12. 1990, húsmóðir. Hálfbróðir Kristínar samfeðra er Ragnar, f. 8.9. 1932. Albróðir Kristínar er Jóhann, f. 11.12.1938, fv flugstjóri. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Fleiri minningargreinar

Steingerður Jónsdóttir

Gunnar Guðlaugsson

Páll Sigurður Jónsson

Kristín Agnes Samsonardóttir (Ninna)

Þórhildur Sigurjónsdóttir

Sigurður Sigmarsson

Auglýsing