Minningargreinar

Kristín Friðriksdóttir

Fædd 13. apríl 1924 - Látin 12. febrúar 2018. Jarðsungin frá Háteigskirkju 27. febrúar 2018.

Kristín Friðriksdóttir (áður Christel Marilse Luise Irene Beckemeier) fæddist þann 13. apríl 1924 í Lübeck í Þýskalandi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Friedrich og Astrid Beckemeier og eignuðust þau fimm dætur. Var Kristín þeirra elst, þá Mechthild, Inge, Gerða og Christhild. Gerða er sú eina þeirra systra sem enn er á lífi.

1. janúar 1958 giftist Kristín dr. Einari Inga Siggeirssyni f. 26. ágúst 1921, d. 7. mars 2007, kennara við Réttarholtsskóla. Kristín og Einar eignuðust þrjú börn. Þau eru 1) Gylfi Magnús Einarsson, f. 15. september 1959, kona hans er Katrín Jónína Björgvinsdóttir, f. 26. nóvember 1960. Þeirra börn eru: Henný Guðrún, f. 23. mars 1977, Björgvin, f. 27. maí 1993, og Erla Hrönn, f. 15. maí 1995. 2) Helgi Valgarð Einarsson, f. 26. nóvember 1960, kona hans er Linda María Stefánsdóttir, f. 9. janúar 1962. Þeirra börn eru: Inga Björk, f. 7. september 1979, hennar maður er Guðmundur Ívar Ágústsson, f. 8. ágúst 1975, og eiga þau tvö börn: Sævar Inga, f. 28. ágúst 2006 og Helenu Lind, f. 13 febrúar. 2008. Atli Steinn, f. 21. júní 1988 og er unnusta hans Anna María Axelsdóttir, f. 10. júní 1988. Kristín Lilja, f. 15. febrúar 1996. 3) Margrét Ástrún Einarsdóttir, f. 15 ágúst 1963, maður hennar er Ævar Einarsson, f. 17. febrúar 1963. Börn hennar eru: Einar Már, f. 12. ágúst 1991, Orri Fannar, f. 1. ágúst 1996.

Kristín og Einar Ingi fluttu fljótlega eftir brúðkaupið til Norður-Dakota í Bandaríkjunum þar sem Einar stundaði nám. Að námi loknu lá leið þeirra til Þýskalands en fluttu svo heim til Íslands aftur 1964.

Kristín lærði hjúkrun í Þýskalandi áður en hún fluttist til Íslands árið 1949. Tvær systur hennar, Gerða og Christhild, voru þá þegar fluttar til landsins og kom hún ári síðar.  Kristín vann sem hjúkrunarfræðingur m.a. á Elliheimilinu Grund, Skálatúni og á Ísafirði. Lengst var hún á barnadeild Landakots, sem var án efa hennar eftirlætis vinnustaður.

Tónlist skipaði stóran sess í lífi hennar og gömlu klassísku meistararnir voru hennar uppáhald. Hún söng ásamt systrum sínum tveimur í Söngsveitinni Fílharmóníu um árabil og flutti með kórnum mörg af stórverkum klassískrar tónlistar. Fyrir utan tónlistina voru ferðalög og útivist hennar helstu áhugamál. Hún ferðaðist víða innanlands og erlendis með fjölskyldu sinni. Á sínum fyrstu árum á Íslandi var hún virk í Ferðafélagi Íslands og Farfuglafélagi Íslands og ferðaðist hún um allt land. Kleif hún meðal annars alla helstu jökla Íslands.

Útför Kristínar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. febrúar 2018 klukkan 13.00.

Gylfi Einarsson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Fleiri minningargreinar

Ástþór Ragnarsson

Séra Sigurður Helgi Guð­munds­son

Steingerður Jónsdóttir

Gunnar Guðlaugsson

Páll Sigurður Jónsson

Kristín Agnes Samsonardóttir (Ninna)

Auglýsing