Tímamót

KR-ingar og aðrir velkomnir í Valskórinn

Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og er því 25 ára í ár.

Valskórinn er 25 ára í ár en afmælistónleikar verða á sunnudag.

Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og er því 25 ára í ár. Af því tilefni heldur kórinn veglega afmælistónleika í Háteigskirkju á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan fjögur. Bára Grímsdóttir tónskáld hefur stjórnað kórnum frá 2004. Á þessum tónleikum hefur Valskórinn fengið til liðs við sig Lúðrasveit Reykjavíkur undir styrkri stjórn Lárusar H. Grímssonar. Einnig Mörtu Kristínu Friðriksdóttur sópransöngkonu, sem stundar nám við Listaháskólann í Vín, og píanóleikarann Sigurð Helga Oddsson. Að venju er fjölbreytt lagaval íslenskra og erlendra höfunda. Lög úr kvikmyndum og söngleikjum verða flutt á seinni hluta tónleikanna.

Halldór Einarsson, Henson, hefur verið í kórnum nánast frá stofnun. „Ég var reyndar erlendis þegar kórinn hóf sína vegferð en um leið og ég kom til baka þá gekk ég í kórinn. Við höfum alltaf haft frábæra stjórnendur, núna er það Bára sem er svo sannarlega betri en enginn eins og Bjarni Fel hefði sagt,“ segir hann og hlær. Kórinn leggur, líkt og aðrir Valsmenn, á sig þrotlausar æfingar til að ná meiri árangri, en er þó ætíð minnugur orða séra Friðriks: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“

Um 30 manns eru í þessum kór og ekki bara Valsmenn. „Ég hef farið langt með að landa hörðum Víkingi inn í þetta starf. Og við höfum enga fordóma. Við bjóðum KR-inga velkomna en það er bara ekki sungið mikið í Vesturbænum. Ég hef ekki orðið þess var hjá KR-ingum að þeir hafi mikla söngþörf. Valsmenn hafa hana enda með þjóðsönginn okkar, Valsmenn léttir í lund.“benediktboas@365.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Afmæli

Að moka skítnum jafnóðum

Auglýsing

Nýjast

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Auglýsing