Kristófer Kólumbus sigldi af stað frá Palos á Suður-Spáni þennan mánaðardag árið 1492 með það að markmiði að finna vesturleiðina til Indlands. Fullur sjálfstrausts, enda hafði hann nýlega verið skipaður aðmíráll. Í för með honum voru þrjú lítil skip, Niña, Pinta og Santa María. Haldið var suður fyrir Kanaríeyjar þar sem flotinn dvaldi í mánuð. Eftir að hafa siglt um höfin í rúman mánuð kom Kólumbus loks að landi, að talið er í San Salvador, einni af Bahamaeyjum. Þaðan var siglt til Kúbu og síðan til Haíti þar sem dvalið var fram í janúar og eftir erfiða heimferð kom flotinn til Spánar um miðjan mars 1493.