Elsku vin­kona, sem er fallin frá allt of snemma og bar­áttu þinni við ill­vígan sjúk­dóm lokið.

Við Karin kynntumst í stjórn Ís­lendinga­fé­lagsins árið 1970 í Stokk­hólmi. Þar bjó ég í tæpan ára­tug en hún til ævi­loka. Vin­skapur okkar þróaðist sí­fellt í meiri kær­leika og vorum við alls ó­feimnar að lýsa væntum­þykju hvor til annarrar.

Hún hafði sterkar skoðanir á sem flestu og með mikinn sann­færingar­mátt en við ekki alltaf sam­mála um alla hluti, en til að halda friðinn var skipt um um­ræðu­efni.

Karin var mjög góður penni, talaði lýta­lausa ís­lensku og vildi alltaf heyra nýjustu slangur­yrðin okkar og eins þótti henni t.d. orðið snjallsími sniðug lausn meðan Svíar tala í mobil­telef­on.

Alltaf reyndi hún að finna ein­hver til­efni til að hitta vini og kunningja og hafa gaman enda sjálf hlátur­mild og hrókur alls fagnaðar. Hún elskaði blómin sín í bú­staðnum og sítrónu­tréð í húsinu þeirra á Spáni. Ætlunin var að fara í siglingu með Kal­le núna í haust og eyða síðan nokkrum vikum á Spáni og var mikil til­hlökkun.

Karin átti hamingju­söm ár með seinni manni sínum, honum Kal­le og eignuðust þau soninn Daniel en fyrir átti Karin soninn Robert. Karin var vana­föst og hafði fyrir sið að fá sér einn Cosmopolitan seinni part dags og spila Back­gammon við Daniel í hvert skipti þegar hann var heima og var hún með mikið keppnis­skap.

Nokkrar freistingar átti hún erfitt með að standast og voru það aðal­lega flottir skart­gripir, arm­bands­úr, skór og veski.

Krabba­meins­með­ferðirnar lofuðu góðu þrátt fyrir slæmar auka­verkanir en alltaf hafði hún fulla trú á bata. Þá kom í ljós fyrir skemmstu að mein í hálsi hafði fengið að grassera ó­á­reitt í tvö ár með þeim af­leiðingum að hún missir málið og þá í fyrsta sinn skynjaði maður smá upp­gjöf.

Ég heim­sótti þig í lok ágústs og sú heim­sókn var erfið því þú hafðir alltaf haft gaman af að tala en samt gátum við bæði hlegið smá og grátið. Þú varst dug­leg að skrifa mér löng bréf á Fésinu þrátt fyrir að ég svaraði oftast til baka í skeyta­stíl. Síðustu bréfa­skriftir okkar voru 4.septem­ber og ör­fáum dögum síða varstu farin. Þú varst löngu búin að plana jarðar­förina, kirkjuna og sönginn og tókst af mér lof­orð um að mæta í jarðar­förina en því miður elsku Karin mín, leyfa mínar kring­um­stæður það ekki núna.

Ég votta allri fjöl­skyldunni inni­lega sam­úð mína. Blessuð sé minning þín, sem svo sannar­lega lifðir lífinu lifandi.

Þín vin­kona, Ellen Einars­dóttir