Trompet­leikarinn Ari Bragi Kára­son kemur fram í kvöld á tón­leikum jazz­klúbbsins Múlans með þétt­skipaðan hóp sem leikur jafnt í sókn og vörn. Þetta er heill kvintett því auk Ara Braga koma fram Ingi­mar Ander­sen saxó­fón­leikari, Ey­þór Gunnars­son sem leikur á píanó, Valdimar Kol­beinn Sigur­jóns­son á bassa og trommu­leikarinn Einar Scheving.

Á dag­skrá hljóm­sveitarinnar eru lög úr ýmsum áttum jazz­heimsins, auk þess sem leikin verða lög eftir Ara Braga og lofað er kraft­mikilli og fjöl­breyttri dag­skrá.

Tón­leikarnir hefjast klukkan 20 og eru í Flóa, á jarð­hæð Hörpu. Al­mennt miða­verð er 3.000 kr. en 1.500 kr. fyrir nem­endur og eldri borgara.