Tímamót

Kallar eftir kórbúningum

Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði er elsti starfandi barnakór Íslands. Stjórnandi hans, Brynhildur Auðbjargardóttir, lýsir eftir kórbúningum og safnar líka fyrir nýjum.

Kórinn uppi á Hamri í Hafnarfirði í hinum tilkomumiklu búningum sem Katrín Ágústsdóttir batiklistakona hannaði og sneið og saumaði að mestu.

Þeir eru margir sem hafa sungið í kór Öldutúnsskóla, hann var stofnaður 1965 og þeir sem byrjuðu í honum eru komnir yfir sextugt,“ segir Brynhildur Auðbjargardóttir kórstjóri. Hún segir kórinn verða hádegistónleika á laugardaginn í Hafnarfjarðarkirkju sem hefjist klukkan 12.30. Á eftir ætli krakkarnir að bjóða upp á kaffi og með’ðí. „Við vonum að sem flestir mæti, ekki síst gamlir kórfélagar sem vilja hittast og spjalla og skila gömlum kórbúningum.“

Hún kveðst vita að búninga hafi dagað uppi í kistum og geymslum hér og þar. „Kannski finnst fólki vandræðalegt að koma með þá, eins og þegar maður er búinn að vera lengi með bók frá bókasafninu en það er engin sekt. Við verðum með tunnu í anddyrinu og þar getur fólk lætt búningunum svo lítið beri á, eða sent þá til okkar. Við eigum orðið of fáa og sumir eru orðnir slitnir.“

Auðvitað vill Brynhildur líka fá alla aðra á tónleikana sem hún segir fjölbreytta og skemmtilega. Auk kórsins komi þar fram gamlir félagar sem nú séu orðnir atvinnumenn í söng eða í námi. „Við erum sko líka að safna peningum því við erum að fara að ráðast í gerð nýrra búninga. Hinir eldri munu eiga sinn sess og verða hátíðabúningar, enda svo nátengdir kórnum. Þeir nýju verða meðfærilegri en munu hafa sterka tilvísun í þá eldri sem eru frá 1982.“

Nú eru 90 börn alls í kór Öldutúnsskóla, 40 í eldri kór og 50 í yngri. „Það er mikill áhugi og bæði foreldrar og skólastjórnendur eru styðjendur, þannig að nú er mikill meðbyr,“ segir Brynhildur sem byrjaði sjálf í kórnum þegar hún var átta ára og söng með honum í tíu ár. Tók svo við stjórninni af Agli Friðleifssyni sem var frumkvöðull í barnakórastarfi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Tímamót

Ég er alveg í skýjunum

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Auglýsing

Nýjast

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Auglýsing