Merkisatburðir

Julie Andrews söng fyrsta einsöngshlutverk sitt

Þetta gerðist: 23. október 1947

Julie Andrews leikkona

Julie Andrews kom í fyrsta sinn fram í einsöngshlutverki þennan mánaðardag árið 1947. Hún var þá nýorðin tólf ára.

Andrews söng hina erfiðu aríu Je Suis Titania úr gamanóperunni Mignon í leikhúsinu London Hippodrome. Áður hafði hún komið fram í léttum revíum í um tvö ár. Í nóvember 1948 flutti hún sig yfir í London Palladium þar sem hún varð yngsti einsöngvarinn sem þar hafði stigið á svið. Frægðin lét ekki á sér standa og fljótlega var hún farin að koma reglulega fram í útvarpi og sjónvarpi í Bretlandi. Mestra vinsælda naut hún fyrir hlutverk sitt í útvarpsleikritinu Educating Archie þar sem hún lék frá 1950 til 1952, frá 14 til 16 ára aldurs. Á sama tíma lék hún í ýmsum sýningum á West End og var í leikhóp sem ferðaðist víða um Bretland.

Árið 1954 flutti Andrews sig yfir til New York og fljótlega fékk hún aðalhlutverkið í My Fair Lady á Broadway. Þar með var framtíð hennar tryggð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Tímamót

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Auglýsing

Nýjast

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing