Merkisatburðir

Julie Andrews söng fyrsta einsöngshlutverk sitt

Þetta gerðist: 23. október 1947

Julie Andrews leikkona

Julie Andrews kom í fyrsta sinn fram í einsöngshlutverki þennan mánaðardag árið 1947. Hún var þá nýorðin tólf ára.

Andrews söng hina erfiðu aríu Je Suis Titania úr gamanóperunni Mignon í leikhúsinu London Hippodrome. Áður hafði hún komið fram í léttum revíum í um tvö ár. Í nóvember 1948 flutti hún sig yfir í London Palladium þar sem hún varð yngsti einsöngvarinn sem þar hafði stigið á svið. Frægðin lét ekki á sér standa og fljótlega var hún farin að koma reglulega fram í útvarpi og sjónvarpi í Bretlandi. Mestra vinsælda naut hún fyrir hlutverk sitt í útvarpsleikritinu Educating Archie þar sem hún lék frá 1950 til 1952, frá 14 til 16 ára aldurs. Á sama tíma lék hún í ýmsum sýningum á West End og var í leikhóp sem ferðaðist víða um Bretland.

Árið 1954 flutti Andrews sig yfir til New York og fljótlega fékk hún aðalhlutverkið í My Fair Lady á Broadway. Þar með var framtíð hennar tryggð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing