Tímamót

Þjóðbúningana í brúk

Almenningur er hvattur til að draga íslensku þjóðbúningana út úr skápunum á morgun og mæta í þeim í Safnahúsið í Hverfisgötu milli klukkan 14 og 16 á þjóðlega dagskrá.

Margrét á örugglega eftir að taka dansspor í Safnahúsinu. Fréttablaðið/Stefán

Við viljum vekja fólk til umhugsunar um íslensku búningana og erum með átaksverkefni í gangi sem nefnist Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, sem ásamt öðrum stendur að þjóðbúningadegi á morgun milli 14 og 16 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. „Það er nefnilega til fullt af þjóðbúningum og okkur langar að koma þeim í notkun á yngri konur. Við horfum öfundaraugum til nágranna okkar, Norðmanna og Færeyinga, því þeir nota sína búninga við hin ýmsu tækifæri og þar er það ekkert síður unga fólkið sem klæðist þeim. Við Íslendingar þurfum almennt að hugsa um að fjölga tækifærunum.“

Í tilefni af fullveldisafmælinu á árinu er boðið upp á dagskrá í Safnahúsinu þar sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytur stutt erindi undir yfirskriftinni „Þjóðminningardagar 1874-1918 og Þórarinn Már Baldursson kveður frumsamdar rímur. Auk þess stíga félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur nokkur spor og draga jafnvel gesti með sér í dansinn!

Auk Heimilisiðnaðarfélagsins og Þjóðdansafélagsins boðar Þjóðminjasafnið til samkomunnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing