Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Kennararnir Berglind Pála Bragadóttir og Sólveig Magnúsdóttir hlutu viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs, ásamt Samtökum foreldrafélaga í Kópavogi.

Handhafar viðurkenninga, bæjarstjóri Kópavogs og fulltrúar í jafnréttis- og mannréttindaráði. Berglind Pála er lengst til hægri.

Viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs hafa verið afhentar í 17. sinn. Handhafarnir voru þrír en Berglind Pála Bragadóttir, umsjónarkennari á unglingastigi í Snælandsskóla, var sú eina sem blaðið tók tali. Hún kennir samfélagsfræði og félagsfærni og í rökstuðningi ráðsins kemur fram að hún hefur sett upp frumsamda söngleiki, séð um spurningakeppni með áherslu á þátt kvenna í heimssögunni og innleitt jafnréttisdag í skólanum. Innt nánar eftir þessum verkefnum segir hún: „Fyrri söngleikurinn hét Lög unga fólksins og seinni var Abbasöngleikur, til að sýna krökkunum að Abba væri meira en Mamma Mia! Nú, konur hafa gleymst í sögubókunum en við reynum að víkka sjóndeildarhringinn og segja frá konum sem hafa sett svip á söguna eins og Elísabet I, Kleópötru, Indiru Gandhi, Margaret Thatcher og fjölmargar fleiri. Svo erum við að fara að halda jafnréttisdag í fjórða skipti á jafnmörgum árum. Fáum þá fólk til okkar með fræðslu. Ég er ekkert ein í þessu en dagurinn er kannski mín hugmynd og ég hef svolítið dregið vagninn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Auglýsing