Tímamót

Íslenskir námsmenn gera byltingu

Þetta gerðist: 20. apríl 1970

Byltingin var gerð í Stokkhólmi. Riksdag

Ellefu íslenskir námsmenn í Gautaborg og Uppsölum héldu inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi þennan dag árið 1970, ráku starfsliðið út og héldu byggingunni í tvær klukkustundir. Þá réðst lögreglan til inngöngu í húsið og flutti stúdentana á lögreglustöð. Námsmennirnir sendu frá sér greinargerð, þar sem segir að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríki á sviði íslenskra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis, en jafnframt að hvetja til sósíalískrar byltingar á Íslandi.

Aðgerðum var haldið áfram næstu daga, bæði á Norðurlöndunum og hér heima. Námsmenn settust að í sendiráðum erlendis og utan við þau og báru fram kröfur í sambandi við lánamál og fleira. Allt fór þó friðsamlega fram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Listaháskólinn formlega stofnaður fyrir 20 árum

Tímamót

Amma er ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum

Afmæli

Að moka skítnum jafnóðum

Auglýsing

Nýjast

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Auglýsing