Tímamót

Íslenskir námsmenn gera byltingu

Þetta gerðist: 20. apríl 1970

Byltingin var gerð í Stokkhólmi. Riksdag

Ellefu íslenskir námsmenn í Gautaborg og Uppsölum héldu inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi þennan dag árið 1970, ráku starfsliðið út og héldu byggingunni í tvær klukkustundir. Þá réðst lögreglan til inngöngu í húsið og flutti stúdentana á lögreglustöð. Námsmennirnir sendu frá sér greinargerð, þar sem segir að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríki á sviði íslenskra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis, en jafnframt að hvetja til sósíalískrar byltingar á Íslandi.

Aðgerðum var haldið áfram næstu daga, bæði á Norðurlöndunum og hér heima. Námsmenn settust að í sendiráðum erlendis og utan við þau og báru fram kröfur í sambandi við lánamál og fleira. Allt fór þó friðsamlega fram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ég syng þetta fyrir pabba

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Auglýsing

Nýjast

Við verðum í jólaskapi

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Auglýsing