Tímamót

Íslenskar konur fögnuðu kosningarétti

​Íslenskar konur efndu til mikilla hátíðahalda í miðborg Reykjavíkur við setningu Alþingis þennan dag árið 1915 og fögnuðu nýfengnum kosningarétti.

Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Pósthússtræti 7, Tryggvagata, Moggahöllin í Aðalstr., Iðnó, Ráðhúsið Pjetur Sigurðsson

Íslenskar konur efndu til mikilla hátíðahalda í miðborg Reykjavíkur við setningu Alþingis þennan dag árið 1915 og fögnuðu nýfengnum kosningarétti.

Dagskráin hófst á því að konur gengu fylktu liði inn á Austurvöll. Ungar konur voru þar fremstar í flokki og veifuðu allar íslenska fánanum því þann 19. júní 1915, sama dag og konungur skrifaði undir lög um kosningaþátttöku kvenna, tóku lög um íslenska fánann einnig gildi.

Sendinefnd úr hópnum gekk inn í þinghúsið þar sem lesið var þakkarávarp og þingheimur hrópaði þrefalt húrra fyrir konum. Síðan hófst útifundur með söng og ræðum. Ingibjörg H. Bjarnason og Bríet Bjarnhéðinsdóttir töluðu. Mikil bjartsýni var ríkjandi í hópnum og Bríet lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Við heilsum glaðar framtíðinni.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing