Tímamót

Íslenskar konur fögnuðu kosningarétti

​Íslenskar konur efndu til mikilla hátíðahalda í miðborg Reykjavíkur við setningu Alþingis þennan dag árið 1915 og fögnuðu nýfengnum kosningarétti.

Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Pósthússtræti 7, Tryggvagata, Moggahöllin í Aðalstr., Iðnó, Ráðhúsið Pjetur Sigurðsson

Íslenskar konur efndu til mikilla hátíðahalda í miðborg Reykjavíkur við setningu Alþingis þennan dag árið 1915 og fögnuðu nýfengnum kosningarétti.

Dagskráin hófst á því að konur gengu fylktu liði inn á Austurvöll. Ungar konur voru þar fremstar í flokki og veifuðu allar íslenska fánanum því þann 19. júní 1915, sama dag og konungur skrifaði undir lög um kosningaþátttöku kvenna, tóku lög um íslenska fánann einnig gildi.

Sendinefnd úr hópnum gekk inn í þinghúsið þar sem lesið var þakkarávarp og þingheimur hrópaði þrefalt húrra fyrir konum. Síðan hófst útifundur með söng og ræðum. Ingibjörg H. Bjarnason og Bríet Bjarnhéðinsdóttir töluðu. Mikil bjartsýni var ríkjandi í hópnum og Bríet lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Við heilsum glaðar framtíðinni.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Tímamót

Sækja í leikskólann sinn

Tímamót

Vildi vera betri fyrirmynd

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Hvalfjarðargöngin opnuð

Tímamót

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Tímamót

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Tímamót

Búðin opnuð í Bakkagerði

Tímamót

Samskip flytja sig til Hull

Merkisatburðir

65 ár frá fyrsta Landsmóti hestamanna

Auglýsing