Tímamót

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Íslenska óperan var lengi til húsa í Gamla bíói. GS

Íslenska óperan tók til starfa þennan dag árið 1982 með vígslu óperuhússins við Ingólfsstræti og frumsýningu Sígaunabarónsins eftir Johann Strauss. Sérlegur verndari óperunnar, Vigdís Finnbogadóttir forseti, ávarpaði gesti og síðan var frumflutt tónverkið Tileinkun eftir tónskáldið Jón Nordal sem var sérstaklega samið fyrir þetta tækifæri. Garðar Cortes, söngvari og stjórnarformaður óperunnar, hélt líka stutta ræðu áður en sýning hófst á Sígaunabaróninum.

Leikstjórn var í höndum Þórhildar Þorleifsdóttur en hljómsveitarstjóri var Austurríkismaðurinn Alexander Maschat. Með helstu hlutverk fóru Kristinn Sigmundsson, John Speight, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson, Ásrún Davíðsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Stefán Guðmundsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Sýningunni var geysilega vel tekið og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Auglýsing