Tímamót

Íslensk hönnun tilnefnd til verðlauna í Noregi

Sundlaugin Holmen í Asker í Noregi hefur verið tilnefnd sem bygging ársins 2017 af samtökum atvinnulífsins í Noregi (NHO). Sundlaugin er hönnuð af Arkís arkitektum og Verkís. Verkís er heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís arkitektar hafa séð um alla hönnun.

Þakið hefur vakið verðskuldaða athygli en hægt er að ganga upp á það og njóta stórkostlegs útsýnis. Mynd/Geir Anders Rybakken Ørslien

Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló.

Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn.

Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Auk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun.

Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta.

Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar.

Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing