Tímamót

Íslendingar eru flóttafólk

Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár.

Hannesarholt býður upp á samverustund með Vilborgu í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm

Það rann upp fyrir mér um daginn að aldarfjórðungur væri liðinn frá því ég gaf út mína fyrstu bók, Við Urðarbrunn,“ segir Vilborg Davíðsdóttir skáldkona sem mun fjalla um feril sinn í máli og myndum í Hannesarholti í kvöld og byrjar klukkan 20.

Vilborg sækir efni í sögur sínar til fortíðarinnar. Sótti það strax á hana? „Já, ég er uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð og þar eru lágir, grasi grónir hólar í miðju plássinu. Þegar við krakkarnir vorum sendir í búðina lá leið okkar yfir þá og við vissum að þeir væru leifar búðatófta frá því fyrsta fólkið kom á Þingeyri og háði Dýrafjarðarþing. Mér fannst það strax gríðarlega merkilegt svo áhugi minn á landnámskynslóðinni kviknaði snemma og fyrstu tvær sögurnar mínar gerðust á landnámsöld. Þrjár bækur eru frá kaþólska tímanum en síðan fór ég allt aftur til æsku Auðar djúpúðgu á Bretlandseyjum til að komast að því hvernig fólki datt í hug að koma hingað til lands í upphafi. Svarið er að Íslendingar eru að stofni til flóttamenn sem, eins og allt fólk, þrá að ala börn sín upp í friði.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fólk hefur val um hvort það les textana eða ekki

Tímamót

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Auglýsing

Nýjast

Býður fjölskyldunni í Fjósið

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Með kindur í bakgarðinum

Gústi guðsmaður á stall

Alltaf verið að leika mér

Auglýsing