Tímamót

Ísland gekk í Fríverslunarsamtök Evrópu

Þetta gerðist 5. mars 1970

Frá ráðherrafundi EFTA í Vestmannaeyjum árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON

Mér er það mikil ánægja að taka hér til máls í fyrsta skipti sem fastafulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu. Aðild Íslands að EFTA er án efa þýðingarmikið skref í samskiptum okkar við aðrar þjóðir,“ sagði Einar Benediktsson, fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá EFTA. Ísland fékk inngöngu í EFTA þennan dag fyrir 48 árum.

EFTA var stofnað árið 1960 af Austurríki, Danmörku, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi. Var svæðið hugsað fyrir þær þjóðir sem ekki höfðu hug á því að verða aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu en það var fyrirrennari Evrópusambandsins. Síðar bættust Finnland, Liechtenstein og Ísland í EFTA en nú standa aðeins þau tvö síðastnefndu, auk Noregs og Sviss, eftir. Önnur ríki hafa gengið í ESB.

„Það er skoðun ríkisstjórnarinnar, að með því móti mundi verða stigið eitt stærsta sporið, sem lengi hefur verið stigið, til þess að gera íslenskt atvinnulíf öflugra og fjölbreyttara og leggja traustan grundvöll að áframhaldandi framförum og lífskjarabótum á Íslandi,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason, þá menntamálaráðherra, þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í EFTA á þingfundi skömmu fyrir jól 1969.

Margir þingmenn vildu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna en hún var felld á þinginu. Að lokum var innganga í samtökin samþykkt með 34 atkvæðum gegn sjö. Þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Tímamót

Ég er alveg í skýjunum

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Auglýsing

Nýjast

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Auglýsing