Tímamót

iPad kynntur til leiks

Þetta gerðist 3. apríl 2010.

Á þessum degi fyrir átta árum fór fyrsta kynslóð iPad í almenna sölu í Bandaríkjunum, þremur árum eftir að Apple hafði bylt farsímamarkaðinum með iPhone.

Þó svo að iPad-spjaldtölvan hafi í fyrstu fengið nokkuð misjafnar viðtökur sérfræðinga, þá naut hún gríðarlegra vinsælda og á fyrsta degi í sölu hafði Apple selt 300 þúsund tæki. Þann 3. maí 2010, þegar iPad hafði verið í almennri sölu í mánuð hafði Apple selt milljón eintök.

iPad-vörulínan hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu átta árum. Apple hefur kynnt sex uppfærslur til leiks á tímabilinu.

Vinsældir iPad hafa frá upphafi verið gríðarlegar en árið 2015 hafði Apple selt rúmlega 250 milljónir iPad-tækja.

iPhone-snjallsíminn og iPad-spjaldtölvan eru knúin af sama stýrikerfi, iOS, en saman hafa þessi tæki fært Apple gríðarlegar tekjur. Tekjur Apple vegna iOS-tækjanna eru í kringum milljón milljónir Bandaríkjadala.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing