Tímamót

iPad kynntur til leiks

Þetta gerðist 3. apríl 2010.

Á þessum degi fyrir átta árum fór fyrsta kynslóð iPad í almenna sölu í Bandaríkjunum, þremur árum eftir að Apple hafði bylt farsímamarkaðinum með iPhone.

Þó svo að iPad-spjaldtölvan hafi í fyrstu fengið nokkuð misjafnar viðtökur sérfræðinga, þá naut hún gríðarlegra vinsælda og á fyrsta degi í sölu hafði Apple selt 300 þúsund tæki. Þann 3. maí 2010, þegar iPad hafði verið í almennri sölu í mánuð hafði Apple selt milljón eintök.

iPad-vörulínan hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu átta árum. Apple hefur kynnt sex uppfærslur til leiks á tímabilinu.

Vinsældir iPad hafa frá upphafi verið gríðarlegar en árið 2015 hafði Apple selt rúmlega 250 milljónir iPad-tækja.

iPhone-snjallsíminn og iPad-spjaldtölvan eru knúin af sama stýrikerfi, iOS, en saman hafa þessi tæki fært Apple gríðarlegar tekjur. Tekjur Apple vegna iOS-tækjanna eru í kringum milljón milljónir Bandaríkjadala.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Julie Andrews söng fyrsta einsöngshlutverk sitt

Tímamót

Róleg lög í öndvegi

Tímamót

Afmælishátíð íslenska hestsins í Danmörku

Auglýsing

Nýjast

Fólk hefur val um hvort það les textana eða ekki

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Býður fjölskyldunni í Fjósið

Stærsta kókaínmál hérlendis kom upp

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Með kindur í bakgarðinum

Auglýsing