Tímamót

Hvalfjarðargöngin opnuð

Fyrir tuttugu árum voru Hvalfjarðargöngin opnuð með miklum veisluhöldum og það þrátt fyrir að tveir menn hefðu unnið skemmdarverk á göngunum nóttina fyrir opnun.

Það er ekki langt í að það verði liðin tíð að röð myndist við munna gangnanna enda verður hætt að rukka von bráðar. Fréttablaðið/Pjetur

Það var á þessum degi fyrir 20 árum að Hvalfjarðargöngin voru opnuð með pompi og prakt, átta mánuðum fyrr en ætlað var. Rúmlega fimm hundruð manns var boðið í opnunina og þar voru flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar – eftirpartíið fyrir ráðherrana var svo heima hjá Ingibjörgu Pálmadóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra, og fjölskyldu hennar á Skaganum. Skagaleikflokkurinn frumflutti leikverkið Akraborgarblús og veitingar voru í boði. Finnbogi Arge, sem þá var samgönguráðherra Færeyja, fékk sérstakt boð frá Halldóri Blöndal og mætti á opnunina, enda var áhugi Færeyinga á göngunum mikill.

Hvalfjarðargangahlaupið var sett klukkan 16 þennan laugardag sem göngin voru opnuð og svo voru göngin opnuð almennri umferð um klukkan 19 um kvöldið. Fyrir opnun var fólk beðið sýna biðlund og ekki endilega mæta að göngunum strax opnunarhelgina heldur frekar nýta sér að geta komist ókeypis í gegnum þau í vikunni eftir – enda var vitað að göngin myndu ekki anna allri umferðinni.

DV sagði nýjan kafla vera hafinn í sögu þjóðarinnar eftir þessa sögufrægu helgi.

Það voru þó ekki allir svona spenntir fyrir göngunum því að tveir menn voru handteknir fyrir skemmdarverk á göngunum morguninn sem þau voru opnuð. Mennirnir skemmdu veggi, merkingar, lokanir fyrir göngin, ökutæki og fleira. Til þess notuðu mennirnir stórvirkar vinnuvélar og mat lögreglan það svo að skemmdirnar hefðu verið upp á mörg hundruð þúsund krónur. Þetta kom þó ekki í veg fyrir opnunina en hún hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og á réttum tíma.

Á gengi ársins 1998 kostuðu göngin um 4,9 milljarða og stóðst fjárhagsáætlun í öllum meginatriðum samkvæmt Stefáni Reyni Kristinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Spalar hf. Eins og áður sagði var göngunum skilað fyrr en áætlað var og fékk verktakinn, Fossvirki sf., tæplega 300 milljóna króna flýtigreiðslu. Í dag hafa göngin svo borgað sig upp og fyrirtækið Spölur verið lagt niður. Sautján manns munu missa vinnuna en sumir starfsmanna fyrirtækisins hafa verið þar því allt frá byrjun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing