Tímamót

Hryllingur á Suðurgötu

Þetta gerðist: 26. febrúar 1953.

Sigurður Magnússon lyfjafræðingur réð sjálfum sér, konu sinni, Huldu Karen Larsen, og þremur börnum þeirra á aldrinum 3 til 6 ára bana á þessum degi árið 1953.

Ásdís Larsen, systir Huldu Karenar, kom að fjölskyldunni um hádegisbil á heimili þeirra við Suðurgötu 2. Hún fann fjölskylduna í hjónaherberginu þar sem þau lágu fullklædd í hjónarúminu.

Á náttborðinu var flaska merkt „eitur“ og handskrifaður miði. Þar útskýrði Sigurður að hann hafi í örvilnun náð í eitur og gefið konu sinni og börnum áður en hann drakk það sjálfur. Hann kvaðst ekki geta skilið börnin og konu sína eftir.

Sigurður, sem var 35 ára, hafði verið mikið veikur dagana áður en þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Árið áður veiktist hann af heilabólgu og hann hafði undanfarið kvartað undan miklum höfuðverk.

Hulda Karen var 32. Börn þeirra Sigurðar hétu Magnús, 6 ára, Sigríður sem var 4 ára og Ingibjörg, en hún var 3 ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing