Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Þetta gerðist: 15. júní 1926

Sjúkrahús Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut LSH veikindi slys Vilhelm Gunnarsson

Þennan dag árið 1926 lögðu dönsku konungshjónin hornstein að byggingu Landspítala Íslands. Það var að frumkvæði reykvískra kvenna sem ráðist var í að reisa spítalann. Árið 1915 var frumvarp samþykkt á Alþingi sem veitti konum kjörgengi og kosningarétt til jafns við karla. Þessa merka atburðar í baráttusögu kvenna vildu konur minnast með því að hefja söfnun fyrir spítala í Reykjavík.

Stofnaðir voru tveir sjóðir, annars vegar Minningargjafasjóður Landspítala Íslands, sem styrkja átti sjúklinga í fjárhagsvandræðum. Hins vegar Landspítalasjóður Íslands, sem var byggingasjóður. Framlög úr honum áttu drjúgan þátt í að koma upp elstu byggingu Landspítalans, húð- og kynsjúkdómadeild og eldri hluta kvensjúkdómadeildar.

Fimmtán árum eftir að byrjað var að safna fjármunum fyrir byggingu Landspítala Í Reykjavík var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á spítalann, þann 20. desember 1930.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn

Tímamót

Sækja í leikskólann sinn

Tímamót

Vildi vera betri fyrirmynd

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Hvalfjarðargöngin opnuð

Tímamót

Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala

Tímamót

Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík

Tímamót

Íslenskar konur fögnuðu kosningarétti

Tímamót

Búðin opnuð í Bakkagerði

Tímamót

Samskip flytja sig til Hull

Auglýsing