Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Þetta gerðist: 15. júní 1926

Sjúkrahús Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut LSH veikindi slys Fréttablaðið/Vilhelm

Þennan dag árið 1926 lögðu dönsku konungshjónin hornstein að byggingu Landspítala Íslands. Það var að frumkvæði reykvískra kvenna sem ráðist var í að reisa spítalann. Árið 1915 var frumvarp samþykkt á Alþingi sem veitti konum kjörgengi og kosningarétt til jafns við karla. Þessa merka atburðar í baráttusögu kvenna vildu konur minnast með því að hefja söfnun fyrir spítala í Reykjavík.

Stofnaðir voru tveir sjóðir, annars vegar Minningargjafasjóður Landspítala Íslands, sem styrkja átti sjúklinga í fjárhagsvandræðum. Hins vegar Landspítalasjóður Íslands, sem var byggingasjóður. Framlög úr honum áttu drjúgan þátt í að koma upp elstu byggingu Landspítalans, húð- og kynsjúkdómadeild og eldri hluta kvensjúkdómadeildar.

Fimmtán árum eftir að byrjað var að safna fjármunum fyrir byggingu Landspítala Í Reykjavík var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á spítalann, þann 20. desember 1930.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Afmæli

Athvarf listamanna í 35 ár

Tímamót

Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Auglýsing

Nýjast

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Auglýsing