Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Þetta gerðist: 15. júní 1926

Sjúkrahús Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut LSH veikindi slys Vilhelm Gunnarsson

Þennan dag árið 1926 lögðu dönsku konungshjónin hornstein að byggingu Landspítala Íslands. Það var að frumkvæði reykvískra kvenna sem ráðist var í að reisa spítalann. Árið 1915 var frumvarp samþykkt á Alþingi sem veitti konum kjörgengi og kosningarétt til jafns við karla. Þessa merka atburðar í baráttusögu kvenna vildu konur minnast með því að hefja söfnun fyrir spítala í Reykjavík.

Stofnaðir voru tveir sjóðir, annars vegar Minningargjafasjóður Landspítala Íslands, sem styrkja átti sjúklinga í fjárhagsvandræðum. Hins vegar Landspítalasjóður Íslands, sem var byggingasjóður. Framlög úr honum áttu drjúgan þátt í að koma upp elstu byggingu Landspítalans, húð- og kynsjúkdómadeild og eldri hluta kvensjúkdómadeildar.

Fimmtán árum eftir að byrjað var að safna fjármunum fyrir byggingu Landspítala Í Reykjavík var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á spítalann, þann 20. desember 1930.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Skákkennsla verður efld í grunnskólum Akureyrar

Tímamót

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning

Fyrst á svið fyrir 60 árum

Yrkir ádrepur af ýmsu tagi

Okkur fannst ótvíræð þörf fyrir þennan skóla

Aldarafmælis minnst með flutningi ljóða við ný lög

Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti

Auglýsing