Tímamót

Hönd var grædd á stúlku á Íslandi

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981.

Höndin var grædd á stúlkuna á Borgarspítalanum. Fréttablaðið/Gva

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981. Slíkt var einsdæmi hér á landi.

Stúlkan hafði lent í vinnuslysi í hausingarvél í söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði. Hægri hönd hennar fór nær alveg af rétt ofan við úlnlið.

Svo heppilega vildi til að héraðslæknir var staddur í Sandgerði og bjó hann um sár stúlkunnar til bráðabirgða. Hún var síðan flutt í snarhasti á Slysadeild Borgarspítalans og var þar í aðgerð á skurðarborðinu langt fram á nótt eða samtals í fjórtán klukkustundir.

Strax eftir að hún vaknaði gat stúlkan hreyft fingur hægri handar og var hin hressasta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Heillaðist af eyjunum

Merkisatburðir

Eldgosið í Eyfjallajökli hið frægasta síðustu áratuga

Tímamót

Þróaði app úr ævistarfinu

Auglýsing

Nýjast

Merkisatburðir

Johnny Carson lét af störfum

Tímamót

Hljóðver bókasafnsins opnað fyrir almenning

Merkisatburðir

Silvía Nótt móðgar Evrópu

Tímamót

Lengsta þingræðan tvítug

Merkisatburðir

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Merkisatburðir

Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir

Auglýsing