Tímamót

Hönd var grædd á stúlku á Íslandi

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981.

Höndin var grædd á stúlkuna á Borgarspítalanum. Fréttablaðið/Gva

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981. Slíkt var einsdæmi hér á landi.

Stúlkan hafði lent í vinnuslysi í hausingarvél í söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði. Hægri hönd hennar fór nær alveg af rétt ofan við úlnlið.

Svo heppilega vildi til að héraðslæknir var staddur í Sandgerði og bjó hann um sár stúlkunnar til bráðabirgða. Hún var síðan flutt í snarhasti á Slysadeild Borgarspítalans og var þar í aðgerð á skurðarborðinu langt fram á nótt eða samtals í fjórtán klukkustundir.

Strax eftir að hún vaknaði gat stúlkan hreyft fingur hægri handar og var hin hressasta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tíðar­andinn nær jafn­vel í gegn í kirkju­görðunum

Tímamót

Aðgengi fyrir allt árið hlaut umhverfisverðlaun

Tímamót

Við verðum í jólaskapi

Auglýsing

Nýjast

Garðurinn standsettur á undan baðherberginu

Skemmtistaðurinn Glaumbær brann

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð

Drifinn áfram á kraftinum

Í dag verður reynt að lenda geimfarinu InSight á Mars

Auglýsing