Tímamót

Hönd var grædd á stúlku á Íslandi

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981.

Höndin var grædd á stúlkuna á Borgarspítalanum. Fréttablaðið/Gva

Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981. Slíkt var einsdæmi hér á landi.

Stúlkan hafði lent í vinnuslysi í hausingarvél í söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði. Hægri hönd hennar fór nær alveg af rétt ofan við úlnlið.

Svo heppilega vildi til að héraðslæknir var staddur í Sandgerði og bjó hann um sár stúlkunnar til bráðabirgða. Hún var síðan flutt í snarhasti á Slysadeild Borgarspítalans og var þar í aðgerð á skurðarborðinu langt fram á nótt eða samtals í fjórtán klukkustundir.

Strax eftir að hún vaknaði gat stúlkan hreyft fingur hægri handar og var hin hressasta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing