Tímamót

Hin helga bók prentuð í fyrsta sinn

Þennan dag fyrir 563 árum prentaði Johannes Gutenberg fyrstu Biblíuna í Mainz.

Bettmann Archive

Biblían var ekki fyrsta bók Gutenbergs úr nýju prentvélinni, en hún var stórvirki og markaði upphaf Gutenberg-byltingarinnar og aldar hinnar prentuðu bókar.

Undirbúningur fyrir prentun Biblíunnar hófst árið 1450 og voru fyrstu eintök fáanleg 1455. Biblían er frægust þeirra bóka sem prentaðar voru með lausaletri og enn er til, en framleiðsla hennar markaði upphaf fjöldaframleiðslu bóka í hinum vestræna heimi. Hún var prentuð í leturgerð sem seinna var þekkt sem Texture and Schumacher og var 1.282 blaðsíður, þótt flestar væru bundnar í tveimur bindum.

Talið er að Gutenberg hafi alls prentað 180 eintök af Biblíunni; 45 á skinn og 135 á pappír. Alls tók verkið um eitt ár, sem er sami tími og hefði áður tekið ritstofu að framleiða eitt eintak, en vegna handgerðra myndskreytinga er hvert eintak einstakt.

Árið 2007 var vitað um 48 Gutenbergsbiblíur í heiminum, þar af ellefu eintök á skinnbók. Flestar eru í Þýskalandi, eða tólf talsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Afmæli

Alltaf verið að minna hann á hækkandi aldurinn

Merkisatburðir

Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út

Tímamót

Örlagavaldur sagnfræðinga

Auglýsing
Auglýsing