Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Hermann Göring var handsamaður í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Hermann Göring, æðsti yfirmaður þýska flughersins og stofnandi Gestapo, hinnar illræmdu leynilögreglu í Þýskalandi nasismans, stytti sér aldur á þessum degi árið 1946.

Göring gekk í Nasistaflokkinn eftir að hann kynntist Adolf Hitler, stofnanda flokksins. Göring særðist illa eftir misheppnaða valdaránstilraun Hitlers og nasistahyskis hans. Eftir þetta varð Göring háður verkjalyfjum.

Hitler gerði Göring að pólitískum ráðgjafa sínum árið 1930 og eftir að Hitler komst á valdastól fékk Göring meðal annars stórt hlutverk í að skipuleggja útrýmingarbúðir fyrir andstæðinga foringjans.

Bandarískir hermenn tóku Göring höndum 8. maí 1945. Þá var nasistaforinginn settur í fangabúðir og látinn fara í megrun og afeitrun. Gefin var út ákæra á hendur honum í október sama ár. Göring var háttsettasti nasistaforinginn sem sætti ákæru fyrir stríðsglæpi í Nürnberg-réttarhöldunum.

Hermann Göring var dæmdur til dauða 1. október 1946 og átti að hengjast. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en fullnægja átti dómnum svipti Göring sig lífi með blásýruhylki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Þetta gerðist 18. janúar 1968

Tímamót

Laga­smíða­nám­skeið fyrir ungar konur

Tímamót

Þreyta frumraun með Sinfó

Auglýsing

Nýjast

Þetta gerðist 16. janúar

Stjörnu­stríð á í­þrótta­móti í tölvu­leiknum Fortni­te

Margrét Þórhildur verður drottning

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Auglýsing