„Það eru all­ir ros­a­leg­a pepp­að­ir,“ seg­ir Krist­ín Ingi­björg Lár­us­dótt­ir, skip­u­leggj­and­i Hún­a­vök­unn­ar, sem hefst á Blönd­u­ós­i á morg­un og stendur fram á sunn­u­dag. Há­tíð­in er hald­in þriðj­u helg­in­a í júlí ár hvert og saman­stendur af fjöl­breyttr­i dag­skrá þar sem er með­al ann­ars boð­ið upp á dans­leik­i, golf­mót, fjöld­a­söng og hið rót­grón­a Blönd­u­hlaup.

Þett­a er í á­tjánd­a sinn sem Hún­a­vak­an er hald­in en hún hét upp­haf­leg­a Mat­ur og menn­ing en nafn­in­u var breytt árið 2006. Há­tíð­in var ekki flaut­uð af í fyrr­a þrátt fyr­ir far­ald­ur­inn en Krist­ín seg­ir að hún hafi ver­ið með minn­a snið­i. „Það var hund­leið­in­legt veð­ur og við aug­lýst­um hana ekki neitt. Há­tíð­in kem­ur svo aft­ur inn með full­um kraft­i í ár, og með­al nýj­ung­a í ár verð­a stór­ir út­i­tón­leik­ar á föst­u­dags­kvöld­in­u.“

Krist­ín býst við góðr­i mæt­ing­u þar sem gist­i­pláss á svæð­in­u eru löng­u orð­in upp­seld. Hún seg­ir þó að veðr­átt­an sé allt­af stór þátt­ur þeg­ar kem­ur að mæt­ing­u. „Það er aldr­ei að vita. Það eru samt allt­af fast­a­gest­ir eins og brott­flutt­ir Blönd­u­ós­ing­ar og fólk úr ná­grann­a­sveit­ar­fé­lög­um.“

Einn af ein­kenn­and­i lið­um há­tíð­ar­inn­ar er fíg­úr­ur sem Blönd­u­ós­ing­ar búa til og still­a upp fyr­ir fram­an heim­il­i sín og setj­a skemmt­i­leg­an svip á bæ­inn. Verð­laun eru svo veitt fyr­ir flott­ust­u fíg­úr­un­a og þá götu þar sem flest­ar fíg­úr­ur má finn­a.

Þá er einn­ig nóg um list á há­tíð­inn­i og með­al dag­skrár­lið­a er sýn­ing í Hrút­ey á út­i­list­a­verk­um list­a­kon­unn­ar Hrafn­hild­ar Arnar­dótt­ur, bet­ur þekktr­i sem Shop­lift­er. Þar hef­ur hún stillt eynn­i og gerv­i­n­átt­úr­u­verk­um sín­um upp sem hlið­stæð­um sem einn­ig má skoð­a sem and­stæð­ur, sam­stæð­ur eða gagn­stæð­ar speg­il­mynd­ir.

Dag­skrán­a í heild má finn­a á Fac­e­bo­ok-síðu há­tíð­ar­inn­ar og Krist­ín hvet­ur alla til að kíkj­a á Blönd­u­ós og sjá hvað bær­inn hef­ur upp á að bjóð­a.