Tímamót

Heilandi dagar á Húsavík fyrir áhugafólk um jóga

Um helgina eru haldnir Heilandi dagar á Húsavík í fyrsta sinn. Huld Hafliðadóttir er ein af þeim sem standa fyrir dögunum. Hún segir jógaáhuga á Norðurlandi vera töluverðan. Hver sem er, vanur eða óvanur, getur fundið eitthvað í jóga til að tengja við, segir hún.

Bæjarstæðið á Húsavík er gífurlega fallegt og hentar vel fyrir Heilandi daga sem hefjast á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

Í jóga mætum við okkur sjálfum þar sem við erum. Ég myndi segja að hver sem er, vanur eða óvanur, geti fundið eitthvað í jóga og tengt við, stundum tölum við líka um að við leyfum jóga að þjóna okkur,“ segir jógakennarinn Huld Hafliðadóttir en hún og æskuvinkona hennar, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, standa fyrir Heilandi dögum á Húsavík, sem fram fara um helgina í fyrsta sinn.

Dagskráin er fjölbreytt en dagarnir hefjast á laugardag þegar svokölluð Súkkulaði- og möntrustund, með Tinnu Sverrisdóttur og Láru Rúnarsdóttur frá Andagift, fer fram. Síðan rekur hver viðburðurinn annan en þeir fara fram í Safnahúsinu á Húsavík.

Huld, sem sjálf er menntaður kundalini jógakennari, segir að hugmyndin hafi fæðst í spjalli þeirra vinkvenna og þróast hægt og bítandi. „Við fórum að hugsa hvort við gætum laðað nokkra kennara norður, en upphaflega átti þetta aðallega að vera fyrir okkur þar sem við gætum hist og styrkt okkar sambönd.

En okkur fannst kjörið að leyfa fleirum að njóta og vera með og kynnast þannig mismunandi jóga og heilandi leiðum til að tengja inn á við og finna slökun, nú og auðvitað kynnast hinu nývinsæla og hreina súkkulaði úr frumskógum Gvatemala. Alls erum við sjö sem stöndum að þessu og skráning hefur gengið vonum framar.“

Huld var lengi vel eini jógakennarinn á Húsavík en nú hefur önnur bæst við, sem býður upp á hatha jóga. Hún segir jógaáhugann vera töluverðan fyrir norðan og fólk úr nærsveitum og af Eyjafjarðarsvæðinu sé þegar farið að skrá sig. „Við höfum fengið ótrúlega góðar viðtökur frá því þetta var tilkynnt. Skráning hefur farið mun betur af stað en við bjuggumst við.

Flestir koma frá Húsavík og úr nærsveitunum, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Í framtíðinni, ef þetta verður árlegt, munum við kannski auglýsa okkur eða markaðssetja fyrir stærra svæði,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing