Tímamót

Hamraborgin miðpunktur

Nýr listasalur, Midpunkt, verður opnaður í Hamraborg 22 í Kópavogi í dag. Því er fagnað með sýningunni Efahljómur/Sounds of doubts og verða léttar veitingar á boðstólum.

„Það er ótrúleg tilviljun að við Snæbjörn skyldum fá þetta rými undir listina,“ segir Ragnheiður sem eitt sinn vann þar í sjoppu.

Við Snæbjörn setjum markið á að flytja inn list hvaðanæva og gera Hamraborgina að nýjum miðpunkti í listalífi Íslendinga,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason sem ætlar að reka listasalinn Midpunkt að Hamraborg 22 í Kópavogi, ásamt Snæbirni Brynjarssyni. Hún kveðst þakklát Kópavogsbæ fyrir að gera þeim það kleift.

Húsið verður opnað fyrir gesti og gangandi klukkan fjögur í dag. Þar verður boðið upp á drykki og aðrar veitingar og gestum gefst tækifæri til að virða fyrir sér sameiginlegt verk tónskáldsins Þuríðar Sigurðardóttur og myndlistarkonunnar Jeannette Castioni á sýningunni Efahljómur/Sounds of doubts.

„Verkið hennar Castioni er skúlptúr, fallegur neðansjávarfjallgarður og svo er Þuríður með hljóðverk, sem tónar algerlega við það djúpsjávarþema,“ segir Ragnheiður.

Snæbjörn starfar sem rithöfundur. Ragnheiður lærði dans við listaháskóla Íslands og er með meistaragráðu í listsköpun innan almenningsrýmis. Þegar hún var unglingur afgreiddi hún bland í poka fyrir innan glerborðið í sjoppunni Rebbinn og listasalurinn er einmitt í sama húsnæði. „Ég fékk aldrei að fara í unglingavinnuna því ég var alltaf að vinna hjá foreldrum mínum í sjoppunni. Það er frekar fyndið og alveg ótrúleg tilviljun að við Snæbjörn skyldum fá akkúrat þetta rými undir listina,“ segir Ragnheiður og kveðst alsæl með það.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Tímamót

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Tímamót

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Auglýsing

Nýjast

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Kvennalistinn var stofnaður

Mannskæðasta árásin í sögu Spánar

Form sem fáir gefa gaum

Laxa­bakki þjóðar­ger­semi

Auglýsing